21.1.2013 | 14:40
Forvitnilegt.
Að minni bestu vitund þá er orðið Ilmur karlmannsnafnorð. Hann ilmurinn. Samt segir mannanafnanefnd að það sé í lagi sem kvennmannsnafn. Einnig er nafnið Skúta sem flokkað er sem karlmannsnafn. Hún skútan.
Samt er staðið hart á þessu nafni hjá stelpunni. Blær heitir hún, Blær er hún, og hættum þessu rugli, við erum með þvælu nöfn út um allt sem búið er að leyfa.
Hvað er í gangi, og er þetta virkilega þess virði að rífast yfir?
Þarf að muna að ég heiti Stúlka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki málið að það eru drenir sem heita Blær til, meðan engin heitir Ilmur.
Ef Blær er drengja nafn í notkun, þá getur nottla hún ekki líka borið það.
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 14:53
Punkturinn í þessu máli virðist vera að það er kona sem heitir Blær og er með það samkvæmt þjóðskrá.
Sindri Viborg, 21.1.2013 kl. 14:56
Skv. þjóðskrá þá eru í dag 6 aðilar sem bera nafnið Blær. Ein kona og fimm karlmenn. En það sem athyglisverðast er, er að ég sé ekki betur en elsti aðilinn af þessum 6 aðilum er konan. Blær sem kvennmannsnafn er því miðað við núverandi gögn elsta form þess nafns.
Þar fyrir utan er þursinn mannanafnanefnd eitthvert skýrasta dæmið um hið fáránlegasta í hinu opinbera möppudýra kerfi, og eitt skýrasta dæmið um vilja stjórnmálamanna til að hafa "vit" fyrir okkur sótsvötum almúganum.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 15:40
Þetta er vissulega sérkennilegt hversu stíft regluverk er í kringum þessi nöfn. Á Íslandi í dag má láta leiðrétta kyn sitt, en ekki taka upplýsta ákvörðun um sitt eigið nafn. Samt hef ég ekki heyrt um neinn stjórnmálaflokk sem hefur sett sérstaklega á dagskrá að breyta þessu regluverki.
Sölvi (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 16:03
Hvernig fallbeygist nafnið? Beygist það eins og ær eða mær?
Mær um Meyju frá Meyju til Meyjar sem mundi þá verða Blær um Bleyju frá Bleyju til Bleyjar...... bara smá pæling ;)
Annars er regluverkið í kringum mannanöfn afar einfalt og ef einfalda ætti það enn frekar yrði einfaldlega að leggja það niður. Varðandi nöfnin sjálf er aðeins ein grein í lögum sem segir til um hvernig þau mega vera.
5. gr. Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
Stúlku skal gefa kvenmannsnafn og dreng skal gefa karlmannsnafn.
Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.
Mér finnst ekki til mikils ætlast í þessum reglum og ég sé enga ástæðu til að breyta þeim. Það mundi koma fljótt upp í umræðuna að setja þessa nefnd á aftur ef fólki yrði frjálst að nefna börnin sín t.d. Epli og Appelsína og þaðan af verra, og trúið mér, það er til nóg af vitlausu fólki sem fynndist það sniðugt.
Það væri frekar að veita einstaka undanþágur frá reglunum eins og í tilfelli Bleyju.
Reputo, 21.1.2013 kl. 21:56
ha ha ha ha sjáiði ekki að stelpan er bara athyglissjúk
Ármann Birgisson (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 23:19
Það er nú ekki langt síðan útlendingar sem hingað fluttu voru neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það er sem betur fer búið að afnema þann ósið!
Nú eru til íslenskir ríkisborgarar með nöfn eins Kulawaskoiskoi, Sjampla o.s.frv., ekki séns að vita hvort kynið það er. Fyrir utan það hversu mikil tímaskekkja þessi nefnd er þá finnst mér ekki stætt á að meina Stúlku að taka upp nafnið sem hún var skírð á sínum tíma!
Karl J. (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 23:46
Reputo, þú sérð enga ástæðu til þess að íslenskt mál þróist nokkuð hér eftir eins og það hefur gert hingað til. Á bara að rígbinda málið með lögum og nota dómstóla gegn þeim sem fara á svig við málvenjur? Það er hugsunarháttur fasista og þessi lög tímaskekkja. Fólk notar málið eins og því sýnist.
Sýnidæmi þitt með orðið Mær á ekki við rök að styjast, hví notarðu ekki nafnið Sær? (Sær,Sæ,Sæ,Sævar).
Rétt beyging á kvenmannsnafninu Blær er:
Blær, Blæ, Blæ, Blævar.
Beyging á karlmanssnafninu Blær er:
Blær, Blæ, Blæ, Blæs.
Þér til ábendingar eru til nöfnin Sigmar og Dagmar, þau nöfn beygjast með sitthvoru forminu.
Ég vona að þessi forsjárhyggjufasistanefnd verði lögð niður, nóg er nú sóunin hjá þessu ríkisbatteríi fyrir.
Njáll (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 07:33
Það vantar ekki upphrópanirnar hjá þér Njáll og þú sérð augljóslega ekki húmorinn á bakvið hluta athugasemdar minnar. Einnig gerir þú mér upp skoðanir og beitir algengum rökvillum í málflutningi þínum. Er þetta eitthvað sem þú hefur tamið þér að gera dags daglega?
Punkturinn er að annað hvort höfum við einhverjar lágmarks reglur í kringum þetta eða engar. Ég er á þeirri skoðun að fólk eigi ekki að geta nefnt börnin sín hverju sem það dettur í hug en þar með er ekki sagt að ekki megi laga lögin eitthvað til og veita undanþágur í ríkum mæli eins og í tilfelli Blævar. Þú, og margir aðrir, eruð greinilega annarar skoðunnar en það er óþarfi að missa sig yfir því.
Reputo, 22.1.2013 kl. 08:53
Þetta bull með að bera nafn til ama er bara fásinna. Veit ekki betur en mér hafi verið strýtt í gegnum allan grunnskóla og kallaður öllum uppnefnum sem til vöru, og heiti ég nú bara Sigurður.
Um leið og það er búið að leyfa nöfninn Mist eik, vísa skuld, sæborg ninja, ljótur drengur og náttmörður kaktus þá er þessi mannanafnanefnd kominn út í tómt tjón og bull. Já það er þörf fyrir eitthvað svona apparat, en eingöngu í ráðgjafahlutverki, stafsettning og beyging nafna. Það er orðið það mikið umm innflytjendur og nýbúa (sem er ekkert nema gott fyrir íslenskt samfélag) að þessar föstu reglur eiga bara ekki við, hvernig fallbeygiru Pavel, Pandranka eða jafn vel Xin-Lu. Spurning um að vakna og hætta að lifa á sjöunda og áttundaáratugnum og sætta okkur við að tímar breytast og fólk kemur til með að vilja skýra börninn sín hvað sem er.
Siggi (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.