Kynbundinn launamismunur?

Nú verð ég að játa það að ég styð kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga heilshugar. Þessi stétt er undir mikillri ábyrgð og miklu álagi ásamt vaktaálagi sem oftar en ekki gerir restina af daglegu lífi oftar en ekki erfiðara en hjá hinum 9-5 fólkinu. Laun ber að borga í samræmi við starf.

Reyndar er ég líka þeirrar skoðunnar að lögreglan er að fá of lág laun einnig. (fyrst að það var eitt af störfunum sem notuð voru til samanburðar.)

En eftir að lesa þessa grein er mér ófært um að sjá hvar þetta kemur niður á kynbundinn launamismun.

Miðað við greinina virðist það vera að það sé verið að kalla þetta kynbundinn launamismun út frá því að lögreglumenn eru karla stétt (upp til hópa) á móti hjúkrunarfræðingum sem eru kvenna stétt (aftur, upp til hópa)

Sé þetta raunin, að viðhorfið sé í þessa átt, þá þarf að endurskoða alvarlega lífsgildi þeirra sem berjast fyrir þessu annars gjöfula starfi sem er hjúkrunarfræðingar sinna þetta samviskusamlega.

Þetta er að mínu mati sorgleg aðför að lögreglunni, sem og hégómi í garð jafnréttisbaráttunnar. Misnotkun á hugmyndafræði og út úr snúningur.

 Á meðan hjúkka A og hjúkka B eru með sömu laun, óháð kyni, þá er ekki hægt að tala um þetta sem kynbundnalaunamismunun, á þeim einföldu rökum að það eru bæði karlkyns og kvennkyns hjúkkur.  Sé verið að mismuna kvennkyns hjúkkum í launum versus karlkynshjúkkum, þá skal ég glaður hjálpa til og fara fram á leiðréttingu þess efnis (líkt og hjá öllum öðrum starfsstéttum).

Nú bið ég Formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka þessi orð til baka, eða umorða þessi ummæli þar sem þau eru hreint og beint röng.

 

Á sama tíma biðla ég til yfirvalda að laga þessi launamál hjúkrunarfræðinga og koma heilbrigðismálum okkar íslendinga aftur á þann staðal sem við teljum viðunandi.

Gott væri að halda þessa veislu sem umrædd var í gær með því að kaupa þau nauðsynlegu tæki sem landspítalinn þarfnast ásamt því að koma launum hjúkrunarfræðinga á viðunandi plan.

 

Kveðja,

 

Sindri Viborg.


mbl.is Veita engan hópafslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mikið er ég sammála þér Sindri.

Ég hef skrifað á þessu mbl bloggi oft og staðið með hjúkrunarfræðingum, en ef þetta er stefnan að þau vilja fá sömu laun og læknar af því að það eru fleirri læknar sem eru karlkyns, þá get ég ekki lengur staðið með baráttu hjúkrunarfræðinga.

Meðan að kvennkyns og karlkyns starfsmenn í lögregluliðinu eru með sömu laun fyrir samskonar störf þá er engin launa mismunur milli kynjana.

Hitt er allt annað mál að kanski sé of mikil launamunur á milli starfsgreina hins opinbera og það er annað mál, en að það sé kynjalaunamisrétti því á ég erfit með að trúa.

Eins og ég sagði gætið orða ykkar þegar þið hjúkrunarfræðingar slettið einhverju út sem ekki er stoð fyrir.

Hjúkrunarfræðingar verða gæta orða sinna, þau hafa mikla samúð landsmanna, en þessi samúð getur gufað upp í skítalikt ef að kröfur hjúkrunarfræðinga fara út í pólitík og óraunhæfar launa kröfur.

Læknalaun því ekki?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 29.1.2013 kl. 21:42

2 identicon

Mér finnst laun hjúkrunarfræðinga boðleg. Ég er sjálfur karlmaður og vinn hjá borginni í flóknu skrifstofustarfi og er með 314.000 kr. á mánuði í dagvinnulaun. Yfirvinna er ekki í boði. Ég þarf að greiða fæði mitt í mötuneyti meðan hjúkrunarfræðingar gera það ekki og fá að borða frítt á sjúkrahúsunum. Ég er með tvö meistarapróf og tvö önnur háskólapróf, samtals 8 ára háskólanám sé miðað við fullt nám. Ég lauk náminu með sóma og fékk bestu meðmæli frá fyrri vinnuveitanda.

Borgarstarfsmaður (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband