Börn, parkour og klifur

Til að byrja með langar mig að nefna það að ég vona svo innilega að drengurinn gangi heill úr þessari raun sinni. Fallskaði er hryllingur, það þekki ég af eigin raun.

Mig langar samt að koma inná þessa umræðu varðandi parkour.

Nú þekki ég mig til ágætlega innan þeirrar íþróttar og ólíkt háttvirtum skólastjóra, finn ég mig knúinn til að koma með raunhæfar staðhæfingar þess tengt.

 Parkour er ný íþrótt hérlendis, að parti til. Hún snýst um hreyfingu og flæði og að komast frá punkt a til b á eins skilvirkan og öruggan máta. Íþróttin samanstendur af klifri, stökki, hlaupi, fimleikum og öllu öðrum sem telst hreyfing.

Hlaup hafa verið til frá upphafi mannkyns, klifur einnig, stökk hugsanlega líka. Fimleikar er þróuð hreyfing sem samt er það gömul að forn Grikkir stunduðu það. Tel ég því nokkuð víst að allt ofangreint sé rótgróin hreyfing meðal manna. Eini munurinn á þessu ofantöldu og svo parkour hinsvegar er það að í Parkour er búið að setja hugmyndafræði ramma utan um all þetta, og svo miðla því í kennsluform.

 Á mínum grunnskólaárum var það hróður árganganna að komast upp á þak skólans á sem skemmstum tíma og á sem flestum stöðum. Ég man það að ég komst upp á skólann á sjö mismunandi stöðum. Þetta er um einum og hálfum áratug áður en hugmynda fræði Parkours barst okkur íslendingum til eyrna. Þá var talað um að börn klifri og asnist á staði sem þeim er ekki ætlað að vera á. Með öðrum orðum, ábyrgðin fyrir framkvæmdinni var á herðum okkar (það er barnanna)

Okkar háttvirti skólastjóri, Sigurður Björgvinsson virðist ná að klína þessu mörg þúsund ára hegðunar atferli barna á íþrótt sem hann virðist ekki einu sinni skilja almennilega.

Þetta þykir mér ofsalega miður. Að vita til þess að á herrans ári 2013 er enn verið í þekkingarleysi að kasta ábyrgð á hugtök og nöfn sem menn ekki skilja að fullu.

Stóri vandinn sem fylgir þessu er að þeir sem lesa þessa grein, munu núna hafa neikvæða sýn á íþrótt sem þeir þekkja ekki, draga sínar ályktanir út frá því og dæma án þess að vita. Góðir hlutir hafa verið drepnir með þessu viðmóti áður. Ég hef ekki áhuga á að sjá það gerast með þessa íþrótt.

Ég ögra háttvirtum Sigurði Björgvinssyni skólastjóra, að draga þessi kæruleysislegu orð til baka, og það helst opinberlega.

Virðingarfyllst,

Sindri Viborg. 


mbl.is Stjórnendur Víðistaðaskóla slegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slípirokkurinn sem varð að keðjusög

þó ég vilji nú ekki draga úr alvarleika þessa máls, hjá þessum blessaða bónda, þá heitir þetta verkfæri slípirokkur.

 

Miðað við þetta þá fær MBL.is ekki að laga eða gera upp húsið mitt.


mbl.is Festi keðjusög í kviðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta gert til að valda erjum?

Þessi grein virðist vera markaðssett fyrir ákveðið markmið.

Forvitnilegt finnst mér að það sé talað um launamun og staðhæfing að þetta sé 18.1%

Þetta hljómar eins og staðhæfing. Að það sé hér 18.1% af hryllilegu óréttlæti. 

neðar í greininni er svo vísað í að þessi tala tekur inn yfirvinnu, og svo enn neðar er talað um að það er ekki gert greinamunur á störfum, menntun og þar eftir götunum.

Þetta er misvísandi og villandi í besta falli.

Mun fleirri iðnaðarmenn eru karlmenn, þetta er menntastétt sem fræg er fyrir mikla yfirvinnu. Flest kvennastörf eru skrifstofutengd/umönnunartengd. Þau eru vaktabundin/yfirvinnulaus.

Það er samfélagsleg hegðun okkar (án þess þó að ég sé að segja að það eigi að vera þannig) að konur fórni gjarnar vinnutíma til að sinna veikum börnum eða að ná í börnin af leikskólanum og þar eftir götunum. 

Á sama tíma er það karlmönnunum eðlislelgra að bæta upp fyrir glataða vinnustund konunnar með því að vinna yfirvinnuna. þannig að þar sem er í eðli sínu jákvæð verkaskipting (geri ráð fyrir að fólkið hafi talað sín á milli um hver gerir hvað, líkt og ég hef gert alla mína sambandstíð) er stillt upp hér sem argasta árás feðraveldisins á konur.

Ég hef skoðað alla kjarasamninga stærstu verkalýðshreyfinganna, þar eru hvergi töflur sem sýna kjarasamning karla í starfi og svo kvenna í starfi. Einungis ein standard tafla er til. Það er tafla fyrir bæði kynin.

Hvað fólk svo gerir eftir að á þann samning er komið er svo einstaklingsbundið. Sumir biðja um launahækkun, og gera slíkt reglulega. Aðrir sleppa því.

Það vill svo til að karlmenn eru mun gjarnari á slíka hegðun en konur. Það eitt og sér gæti orsakað smá frávik í grunntekjur. En er það rangt? Er rangt að vilja hærri laun og biðja um slíkt? Er það skylda atvinnurekanda að ef hann gefur einum launahækkun að hann eigi að gera slíkt hið sama við alla hina?


Hvernig væri nú að koma með sanngjarna könnun en ekki þetta rugl?
mbl.is Launamunur kynjanna 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju hótelstjóri!

Til lukku með starfsárangur og frama.

 

En titillinn sem þú berð er Hótelstjóri, ekki stýra, enda er það málbrenglun og eyðilegging á réttum titli. 


mbl.is Var flugfreyja en á nú flugfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvitnilegur starfstitill

Ekki get ég skilið hvaða titill er nefndur þarna í greininni.

Það er til hótelstjóri, rekstrarstjóri, starfsmannastjóri og þar eftir götunum.

Þessir titlar enda allir á stjóri, eins og málhefð er fyrir. Stýra er sagnorð og þar af leiðandi ekki rétt málnotkun.

Þætti mér skondið að sjá kennarínu, hjúkki, ráðherrínu, smíðarína, ljósfaðir og læknína í starfstitlum. Einu skiptin sem við sjáum kynbrenglun á titlum, er þegar hægt er að troða þessu "stýra" aftan á það.

Titlar eru í eðli sínu kynlausir, þótt að orðið sé kynbundið. 

 Vinsamlegast setjið metnað ykkar í starfið ykkar en ekki heiti starfsins. 

 

 


mbl.is Leitað að ofurmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynbundið ofbeldi

Mikið ofsalega finnst mér gott að vita að fólk sé að hrópa upp herör gegn ofbeldi. Ofbeldi er hlutur sem við mannfólkið eigum að vera búin að losa okkur við alveg síðan við fundum upp talað mál. Það að það sé enn framkvæmt árið 2013 er mér óskiljanlegt.

 Kynbundið ofbeldi er orðaval sem vefst pínu fyrir mér. Vissulega skil ég hvað verið er að meina, og blöskrar mér framkoma manna hvað þetta varðar.  Það sem ég skil ekki er að það er þarna verið að dansa gegn ofbeldi gegn konum. Mín spurning er, ef þetta er kynbundið ofbeldi, hvar er dansinn gagnvart ofbeldi á karlmönnum? Slíkt er til og framkvæmt. Það sem meira er að það er svo mikil skömm af því að vita að kona manns lemur mann að karlmenn þegja enn frekar yfir þessu en konur gera. Slíkt er alveg jafn mikið kynbundið ofbeldi og hitt. Og alveg jafn óforskammað og lágkúrulegt.

Afhverju erum við með einhliða átak bundið öðru kyninu í svona þörfum framkvæmdum þegar við erum í endalausum uppvakningarátökum tengt kynbundnu athæfi?

Afhverju nefnum við aldrei þögla kynið í kynja málunum?  

Hvenær förum við í eðlilega umræðu um jafnrétti og virðum þá staðreynd að kynin eru ekki eins?

 

Kveðja,

Sindri. 


mbl.is Milljarður rís upp gegn ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynbundinn launamismunur?

Nú verð ég að játa það að ég styð kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga heilshugar. Þessi stétt er undir mikillri ábyrgð og miklu álagi ásamt vaktaálagi sem oftar en ekki gerir restina af daglegu lífi oftar en ekki erfiðara en hjá hinum 9-5 fólkinu. Laun ber að borga í samræmi við starf.

Reyndar er ég líka þeirrar skoðunnar að lögreglan er að fá of lág laun einnig. (fyrst að það var eitt af störfunum sem notuð voru til samanburðar.)

En eftir að lesa þessa grein er mér ófært um að sjá hvar þetta kemur niður á kynbundinn launamismun.

Miðað við greinina virðist það vera að það sé verið að kalla þetta kynbundinn launamismun út frá því að lögreglumenn eru karla stétt (upp til hópa) á móti hjúkrunarfræðingum sem eru kvenna stétt (aftur, upp til hópa)

Sé þetta raunin, að viðhorfið sé í þessa átt, þá þarf að endurskoða alvarlega lífsgildi þeirra sem berjast fyrir þessu annars gjöfula starfi sem er hjúkrunarfræðingar sinna þetta samviskusamlega.

Þetta er að mínu mati sorgleg aðför að lögreglunni, sem og hégómi í garð jafnréttisbaráttunnar. Misnotkun á hugmyndafræði og út úr snúningur.

 Á meðan hjúkka A og hjúkka B eru með sömu laun, óháð kyni, þá er ekki hægt að tala um þetta sem kynbundnalaunamismunun, á þeim einföldu rökum að það eru bæði karlkyns og kvennkyns hjúkkur.  Sé verið að mismuna kvennkyns hjúkkum í launum versus karlkynshjúkkum, þá skal ég glaður hjálpa til og fara fram á leiðréttingu þess efnis (líkt og hjá öllum öðrum starfsstéttum).

Nú bið ég Formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að taka þessi orð til baka, eða umorða þessi ummæli þar sem þau eru hreint og beint röng.

 

Á sama tíma biðla ég til yfirvalda að laga þessi launamál hjúkrunarfræðinga og koma heilbrigðismálum okkar íslendinga aftur á þann staðal sem við teljum viðunandi.

Gott væri að halda þessa veislu sem umrædd var í gær með því að kaupa þau nauðsynlegu tæki sem landspítalinn þarfnast ásamt því að koma launum hjúkrunarfræðinga á viðunandi plan.

 

Kveðja,

 

Sindri Viborg.


mbl.is Veita engan hópafslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvitnilegt.

Að minni bestu vitund þá er orðið Ilmur karlmannsnafnorð. Hann ilmurinn. Samt segir mannanafnanefnd að það sé í lagi sem kvennmannsnafn. Einnig er nafnið Skúta sem flokkað er sem karlmannsnafn. Hún skútan.

Samt er staðið hart á þessu nafni hjá stelpunni. Blær heitir hún, Blær er hún, og hættum þessu rugli, við erum með þvælu nöfn út um allt sem búið er að leyfa.

Hvað er í gangi, og er þetta virkilega þess virði að rífast yfir?


mbl.is „Þarf að muna að ég heiti Stúlka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil skynsemi hér á ferð.

Mikið gífurlega er gott að vita að verið sé að hugsa um hag almennings.

Hér hefur verið brotið á okkur, umfram borgað um 1.5 milljarð sem við borguðum samviskusamlega.

Til að sýna að hér eru allir að hugsa um hag okkar þá þarf að endurgreiða okkur þetta (eins og eðlilegt á að vera.)

Skoðum þetta aðeins.

miðað við 7% vexti á almennri ávöxtunarbók (bara svona eina sem við meðal menn erum með.) er 1.5 milljarður orðinn að 2,95 milljörðum eftir 10 árin. Þetta er án verðbóta eða einhverju þvíumlíku.

 Sem þýðir að þegar þeir hafa borgað okkur þennan 1.5 milljarð, hefur ávöxtunin gefið þeim hann aftur.

Sem vekur upp spurninguna Er þetta siðferðislega rétt? Einnig er hægt að halda áfram með þessa pælingu og spyrja sig, mun þessi skuld vera verðtryggð og endurgreidd til okkar byggt á vöxtum og vaxtavöxtum? Þar sem við borguðum þennan pening eftir að svindlað var á okkur.

 Einnig langar mig þá að fá að spyrja hvort það sé í lagi að sleppa að borga skatta í eitt ár, komast að því hver sú upphæð hefði átt að vera, og svo fá að leggja hana inn á bók og borga til ríkisins  10% af þeirri upphæð árlega þangað til árið er greitt. 

 Fyrst einn má, hljóta allir hinir að fá að gera slíkt líka. Mér sýnist engin sekt vera við þessu, engar aðrar skyldur en að borga þetta, en fá að gera slíkt á 10 árum.

Miðað við þetta ætti ég að geta fengið að borga svona til ríkisins og eftir sirca 15 ár, er ávöxtun allra óborgaðra ára farin að skila mér árslaunum mínum og þar af leiðandi farinn að láta peninginn vinna fyrir mig. Lúxus líf þar.

En svona í allri alvöru, Landsnet braut á okkur. Borgið til baka, og borgið núna. Þessi 10 ára greiðslu pæling er þjófnaður og við fáum ekki þennan pening í rauninni til baka. Verðbólgan og annað rýrir þennan pening og við fáum einungis prósentur af þessu.

Hættið að halda uppi og vernda stórfyrirtækin og áttið ykkur á því að þjóðin er það sem gerir Ísland að Íslandi.


mbl.is Skuldar almenningi 1,5 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðreyndin sem gleymist

Margt af því sem sagt er í þessari grein á við rök að styðjast. En sá hlutur sem oftast gleymist og er í raun aðal vandinn varðandi húsnæðismálin er hlutur sem ekki er nefndur.

Uppboð lóða til íðbúðakaupa. Með tilkomu uppboðanna fengu sveitafélögin hellings pening til sín.. þessi framkvæmd var æðisleg, rétti helling við og svo framvegis. Þetta einnig fór úr því að einbýlishúsalóð fór úr rúmum fimm milljónum að staðaldri og upp í rúmar tuttugu milljónir. Þessi aukning skilaði sér í stökki á fasteignamarkaði sem er svo hár að við höfum aldrei séð annað eins. Loksins þá kemur höggið frá verðtryggingunni. Enda verðið á fasteignum búið að nær tvöfaldast, og þar af leiðandi verðtryggingin tvöfalt verri en hún hefði orðið sökum þessa.

Núna erum við föst í ákveðnum vítahring. hvað skal gera til að laga þetta? Við annarsvegar stöndum frammi fyrir mörg þúsund íbúðir og lóðir sem bankarnir eru búnir að taka til sín og sitja á til að tryggja að fasteignaverð haldi sér eins og það er. Er það gert til að tryggja að efnahagurinn okkar hrynji ekki endanlega. En þetta er í raun nákvæmlega sama og var með verð bankanna, þetta er innantóm froða. Þetta er rangt verð. Ef bankarnir myndu setja tómu íbúðirnar á sölu, sem og lóðir þá myndi markaðurinn okkar hrynja með öllu.
Þetta segir okkur það einfaldlega að við erum að borga rangt verð fyrir þær íbúðir sem við höfum.
Þetta einnig hefur áhrif á leiguverð, þar sem fólk getur illa safnað fyrir innborgunum á lánum sem maður getur illa vitað hvert er að fara.

Hinsvegar stöndum við frammi fyrir fólki sem vísvitandi er ekki að fara skynsömustu leiðina til lagfæringar þar sem það sér annan gjaldeyri sem betri kost. Auðveldasta leiðin til þess að það náist, er að sýna fram á þá "staðreynd" að krónan er rusl.

Það reyndar er satt, að hún er rusl, hún er það þar sem við leyfðum henni að fara þangað. Við leyfðum þessum uppboðum að fara í gang, þar sem smurt var fimm til tíu milljónir á hverja íbúð og í sumum tilvika mun meira. Við leyfðum bönkum að fara upp í ellefufalda landsframleiðslu í fjárhagsskuldbindingar. Við leyfðum mönnum að fara með kvótann og vinnsluna úr landi, við leyfðum alveg helling með bros á vör.
Núna er samt komið að því að við þurfum að manna okkur upp. Við sem þjóð erum búin að drulla lengst upp á bak og það eina sem getur komið okkur á fæturna aftur erum við sjálf. Það að hlaupa í einhverja aðra mynt eða samband er sama skynsemin og kom okkur í þetta vesen upphaflega.

Högum okkur eins og fólk, hysjum upp um okkur, tökum högginu og lögum þetta af skynsemi. Þetta er okkar land, okkar ábyrgð.

Áfram Ísland og allt það!

Kveðja.


mbl.is Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband