Gott dæmi um "Ekki frétt."

Hérna er frábært dæmi um "frétt" sem sleppa má með öllu.

 

Það að einhver vitleysingur gaggi opinberlega um sína þraungsýnu hugsun og hömlum um hlut sem er samþykktur og viðurkenndur af samfélaginu, þarf ekki að fá athygli blaðamanna eða almennra fjölmiðla.

Sama má segja um hann Breivik, það að hann gaggi um eitthvað sem hann vill er svo mikið aukaatriði að það hálfa væri hellingur. 

 Fókusum frekar á eitthvað jákvætt líkt og það að það er metaðsókn í blóðgjöf og hvaða einstaklingar eru viljugir til að hjálpa samborgurum sínum sem eru í neyð eða vanda.

 Hitt er bara til að bæta drunga ofan á leiðindi.


mbl.is Eins og þrælahald og fóstureyðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ljótt af blaðamönnum mbl. að bergmála svona trúarþvælu prestanna um þetta málefni. Það er fullt af þessu snarbilaða fólki um allan heim.

Óskar Arnórsson, 5.3.2012 kl. 22:57

2 identicon

Þetta er gott dæmi um frétt sem fær undarleg viðbrögð. Þetta mál hefur verið öldum saman í þessum kristna farvegi að karl geti ekki gifst karli og kona kvænist ekki. En "spekingar" samtímans kalla þá sem halda sig við heilbrigð sjónarmið "trúarþvælu" eða "vitleysing".

Lífið á að halda áfram og við eigum að leggja góða einstaklinga til svo málin verði í góðum farvegi að okkur gengnum. Hommahjónabönd og lesbíusambönd skapa ekki líf!

Lengi lifi lífgefandi sambönd!

Snorri í Betel

snorri (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 23:02

3 Smámynd: Sindri Viborg

Sæll Snorri.

 Það skiptir ekki máli hver trúarleg skoðun manna er á þessu, það sem skiptir máli er upplifun og tilfinningar þeirra einstaklinga sem þetta varðar.

Það eru ekki allir Kristnir. Önnur trúarbrögð eru bæði eldri og fjölmennari en Kristni, samt er ætlast til að við lifum samkvæmt stöðlum kristninnar. 

 Það er frábært að þú skulir hafa fundið þína trú. Minn litli viskumoli til þín er.. Lifðu með trúnni, ekki fyrir hana. Finndu gleði í að aðrir séu hamingjusamir. Og mundu að þau gildi sem þú ert með, eru einmitt akkúrat einungis bara það, þín gildi. Þau gilda ekki hjá öðrum, en þau gilda hjá þér. Þannig að ef þú vilt ekki vera í samkynhneigðu sambandi, ekki vera það. En ekki dirfast að ráðast á friðhelgi annara og predika það að þeirra gildi séu röng. Með þessu ættir þú að finna hamingju og ró, vonandi.

Sindri Viborg, 6.3.2012 kl. 01:58

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Haturs og niðurlægingarboðskapur Snorra í Betel mun ég hér eftir kalla Hinn heilagi "Snorraboðskapur" ...sem skýringu á hvernig rugl, hatur og ofbeldishugsun fæðist inn í þjóðfélagið og festist á endanum í fólki sem síðan kenna börnum þetta og unglingum...

... það sem ég sé fyrir mér líka að allt í einu kemur Snorri "út úr skápnum" sjálfur og skýringinn á botnlausu hatri sínu var allan tíman venjuleg hommahræðsla. Snorri yrði "human" eins og skot og fólk myndi fagna honum eins og "týnda syninum"...;)

Þetta myndi að sjálfsögðu líka leysast ef Snorri tengdist Guði rétt...eins og er getur Snorri ekki tengst neinum, hvorki Guði, sjálfum sér, né neinum öðrum ...

Óskar Arnórsson, 6.3.2012 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband