Hvað með allt hitt?

Að bæta aðstöðu hjá boltaíþróttunum er fínt og gott framlag og óska ég þeim til hamingju með það.

 En hvað með allar hinar íþróttirnar?

Þessa stundina eru vel yfir eitt þúsund krakkar á biðlistum í að komast í fimleika.

 Þetta réttlætir byggingu á allavega tveim fimleikasölum í sama stærðarflokki og Gerpla eða Ármann.

Raunin er því miður sú að það er frekar skorið niður af hálfu bæjarfélaga en að bæta og ýta undir  aðrar íþróttir en boltaíþróttirnar. Því miður.

 Arðbærar íþróttagreinar og mikilvæg flóra möguleika er afskipt sökum þess að hún er ekki sýnd almennilega í í sjónvarpi eða fréttamiðlum. Það er merkisviðburður þegar við vinnum eitthvert smáríki í fótbolta, fréttir tala um þetta í tvo daga, sjónvarpið jafnvel endursýnir leikina. En þegar við eigum heimsmeistara í einhverri annari íþrótt, telst það gott að það komi í lítilli hliðarklausu í íþróttaopnunni.

Í dag eru um 350 iðkendur í parkour/freerun. Það hleypur á öðru hundraði biðlistarnir fyrir íþróttina. Íþróttin er ekki með sína eigin aðstöðu, heldur er hún upp á aðrar íþróttir komin til að fá að vera inní sölum og fá afnot af aðbúnaði til að kenna hana.

 Vinsamlegast hugsið um allar íþróttir, ekki bara fót eða handbolta, takk. 


mbl.is Samþykkja að leggja 10-12 milljónir í áhorfendastúku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband