18.2.2013 | 18:18
Forvitnilegur starfstitill
Ekki get ég skilið hvaða titill er nefndur þarna í greininni.
Það er til hótelstjóri, rekstrarstjóri, starfsmannastjóri og þar eftir götunum.
Þessir titlar enda allir á stjóri, eins og málhefð er fyrir. Stýra er sagnorð og þar af leiðandi ekki rétt málnotkun.
Þætti mér skondið að sjá kennarínu, hjúkki, ráðherrínu, smíðarína, ljósfaðir og læknína í starfstitlum. Einu skiptin sem við sjáum kynbrenglun á titlum, er þegar hægt er að troða þessu "stýra" aftan á það.
Titlar eru í eðli sínu kynlausir, þótt að orðið sé kynbundið.
Vinsamlegast setjið metnað ykkar í starfið ykkar en ekki heiti starfsins.
Leitað að ofurmenni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einstaklingur sem talar fimm tungumál með íslensku á ekki að vinna í því að flytja til húsgögn.
Það er eitthvað mikið að hér á þessum vinnustað
Þett er lítið spennandi atvinnurekandi, enda íslensk!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 19:18
Ekki sé ég afhverju einstaklingur sem talar 5 tungumál á ekki að vinna við að flytja til húsgögn... Nóg til af fólki sem talar 5 tungumál... Jafnvel börnum ;) Hitt er svo annað að það virðist engin sjá það augljósa að hótelstjórinn er klárlega búinn að finna þann sem á að fá starfið og viðkomandi er ekki með ríkisborgararétt innann EES...
Stjáni (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 19:45
"Stýra er sagnorð og þar af leiðandi ekki rétt málnotkun."
Nafnorðsviðskeytið -stýra er kvenkynsútgáfa af nafnorðsviðskeytinu -stjóri, þótt stýra geti einnig verið sagnorð. Þannig á hótelstýra, bankastýra, bæjarstýra fullan rétt á sér.
Karlkynsnafnorðið ráðherra er vandamál, enda voru uppi háværar raddir meðal þingkvenna að leggja það af. Eftir að uppástungan ráðherfa kom fram, þögnuðu þessar raddir.
Það er rétt, að þetta auglýsta starf, hvað sem starfsheitið er, er mjög krefjandi. Einstaklingur með alla þessa menntun, hæfileika og reynslu getur þó farið fram á að fá mikið hærri laun en hótelstýran Bjarney, sem hefur einungis BA próf . En kannski er verið að auglýsa eftir hótelstjóra/stýru sem getur unnið 3ja manna starf.
Pétur (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 19:47
Stjáni - Bjarney segir sjálf að hún sé ekki búinn að finna neinn í starfið. Einstaklingur sem talar fimm tungumál og getur þar að auki þýtt og skrifað þau, getur valið um starf hvar sem er í heiminum og lætur aðra um að bera húsgögn.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 20:19
V.Jóhannsson - ok
Stjáni (IP-tala skráð) 18.2.2013 kl. 20:54
Ég held samt að Stjáni sé með þetta. Finni hótelstýran engan Íslending í starfið fær hún leyfi til að flytja einhvern inn :-)
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.