Afsögn?

Ég hef oft haft gaman af því að skoða hvað þarf til, til að menn í ábyrgðarstöðu segja af sér.

Til að byrja svona pælingar þarf fyrst að skoða hvað hugtakið ábyrgðarstaða þýðir.

 Ábyrgð þýðir (eins og mér var kennt það) að sú ákvörðun eða framkvæmd sem tekin er, falli á þann einstakling sem ber ábyrgðar titilinn. (Þetta er eins einfalt og þetta hljómar.)

Staða í vinnu tengdum skilningi er oftar en ekki einstaklings bundið verkefni (verkstjóri, deildarstjóri, ritari eða forstjóri svo dæmi séu tekin), en ekki almennt starf (smiður, handlangari, starfsmaður á plani, afgreiðslumaður á kassa og svo framvegis) Starfið gengur oftar en ekki illa fyrir síðarnefndu ef að það eru tveir verkstjórar yfir sama hópnum til dæmis.

 Punkturinn sem ég er að reyna koma með þessari sundurliðun er það að þegar í ábyrgðarstöðu er komið þá þarf jafnframt einstaklingurinn að vera tilbúinn til að bakka út úr verkefnum sem eru honum oviða. Að gefa einhverjum ábyrgð er rosalega virðingar vert athæfi. Maður er í raun að segja að sá einstaklingur sem fékk ábyrðina er hæfur til að meta það hvernig verkið skal unnið (hvort sem það er líkamleg framkvæmd, eða umræðutengt.) sem og að hann hafi oftar en ekki valdið til þess að bakka út úr verkinu (hvort sem það er alfarið eða ráða til mann sem er hæfur til að sinna því).

 Þegar menn brjóta svo þetta traust, þá er það upp á þeirra manndóm komið að falla frá þeirri stöðu sem þeim var veitt. Annað er í raun ábyrgðarleysis afstaða. Sem gott dæmi þá var það skipstjórinn á skemmtiferðarskipinu sem strandaði núna um daginn einn af fyrstu mönnum í björgunarbátana, gott tákn um ákveðið ábyrgðarleysi. Menn oft ljúga að sjálfum sér í þessari stöðu. "Ég má ekki vera í svona hættu stöðu, ég er í of mikilvægu starfi til að fara niður með dallinum" eða "þetta er ekki mér að kenna, áhöfnin mín á að vita betur, þótt ég hafi sagt þeim að sigla hérna upp að ströndinni og að ég er æðsti yfirmaður hér á þessum báti".

Sama hver afsökunin er, þá kemur þetta alltaf niður á hver er með ábyrgðina.

 Akkúrat núna man ég einungis eftir einum stjórnmála manni sem þurfti að segja afsér fyrir að hafa drullað upp á bak á Íslandi. Það var Guðmundur Árni Stefánsson sem sagði af sér sökum þess að hann þótti heldur góður við vini og vandamenn og ráðningar innan sinnar ábyrgðarstöðu, þetta var árið 1994.

Reyndar var einnig Albert Guðmundsson einnig ráðherra 1987 og þurfti að segja af sér sökum greiðslna frá Hafskipum. 

 Þar með eru upptaldir þeir einstaklingar sem hafa sagt af sér sökum klúðurs í sínum málum. Í eðli sínu eru þessi mál lítil, miðað við ástandið sem er í landinu í dag. Það að redda 10 manns (ég í sannleika sagt er ekki viss um réttan fjölda) starfi hjá þér, þar sem þeir eru ættingjar eða vinir er ekki að fara að rústa samfélaginu, þótt framkvæmdin er á mjög gráu svæði siðferðislega. Sama má segja um einhverjar peningagreiðslur frá fyrirtæki til fyrirtækis (aftur á mjög gráu svæði, og eiginlega bara ólöglegt en það er annar sálmur).

Núna standa ákvarðanir hjá þeim einstaklingum, sem hafa þann heiður hlotið að fá að standa í forsvari fyrir Íslensku þjóðina, sem við höfum aldrei séð áður. Þær eru af stærðargráðu sem fáir stjórnmálamenn hafa séð áður. 

Skynsemin sem maður hefði ætlað af þessum ábyrðgaraðilum er að þeir muni fá hæfasta fólkið í samstarf með sér til að tryggja að skynsamasta niðurstaðan fengist úr hverju máli. Hver einasta breyting og ákvörðun valin af kostgæfni og tilkynnt þeim einstaklingum og embættum sem þurfa á þessum upplýsingum að halda.

Þetta gerist ekki hér. Það sem gerist hjá okkur er að við látum ríkisstjórnina vita með sólarhringsfyrirvara um andmælarétt á veigamiklu atriði sem snertir alla þjóðina og til að toppa þetta allt saman, þá ypta menn bara öxlum og kasta af sér allri ábyrgð og benda á að menn geti ef þeir vilja náð í þessar upplýsingar hér og þar. Það af einhverri ástæðu er ekki lengur upplýsingaskylda. Þú átt að finna á þér þegar þú þarft að fá nýjar upplýsingar að hafa samband við þá sem vita það sem þú þarft að vita, þótt þú vitir ekki neitt hvað það er.

Þetta virðist vera gildin í ábyrgðarstöðum á þingi.

 Og þá spyr ég. Hvað þarf til, til að menn axli ábyrgð? 

Hvað þarf að gerast til að menn standi upp og segji, "veistu, ég er bara ekki hæfur til að stýra þessu skipi" áður en þeir sigla því upp að skeri og velta því um koll?

Hvenær mun Össur Skarphéðinsson hætta að eyðileggja ímynd þjóðar á því virðingarmikla og mikilvæga ábyrgðarstarfi sem honum var trúað til, og bakka út úr þessari vitleysu.

Hvenær mun Össur Skarphéðinsson verða það ljóst að þótt hann eigi þennan draum að vera talsmaður þjóðar í Brussel, að þjóðin vill hann ekki þar, né landið í ESB? 

Hversu lengi munum við, landinn, taka svona þvælu og rugli áður en við stöndum upp og segjum "hingað og ekki lengra!"

Hvað þarf til að þjóðin taki til í sínum pólitísku málum?

Og hvenær hættum við að líta á þá ábyrgðar og virðingarstöðu sem þingseta er (við erum enn með það í almennri skyldu þar inni að tala um háttvirtann og hæstvirtann þingmann) og fórum að líta á þetta sem tól til að koma sér áfram í lífinu?

Þetta starf er fórnfýsnisstaða. Menn eiga ekki að fara á þing til að verða ríkir. Menn fara þangað vegna þess að þess er þörf. Menn fara þangað vegna þess að þeir finna sig knúna til að koma gildum og breytingu á þar sem vantar uppá í hjá þjóðinni.

Það var þannig sem menn fóru og skrifuðu Dönsku krúnunni þangað til við fengum okkar eigin heima stjórn. Það hélt áfram þangað til að við fengum okkar sjálfstæði. Þau gildi voru hér þá. En það tók okkur tæp sjötíu ár til að gleyma því og fá í staðinn kvótakónga, lögfræðinga og stjórnmálafræðinga inn á þing. Þriðju og jafnvel fjórðu kynslóð stjórnmálamenn eru þarna inni. Menn sem erfa stöðu sína í flokkunum vegna þess að pabbi þeirra var svo góður flokksmaður.

Hversu sjúk erum við orðin sem þjóð að horfa upp á þetta? Erum við virkilega orðin þetta samdauna þessu að við leiðum þetta hjá okkur?

Ég ætla vona ekki.

Ég vona að Össur sýni þann manndóm sem hann hafði þegar hann byrjaði í pólitíkinni og segji af sér. Ég vona það að fleirri alþingismenn bakki út úr sínum stöðum og hleypi hæfu fólki að.  Ég virkilega vona að okkar þingmenn sjái að sér og hugsi um þjóðina í heild, en ekki sína nánustu. Við höfum ekki efni á smábæjarklíkuskapnum.

 

Kveðja,

Sindri Viborg.


mbl.is Hefði kannski átt að ræða málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þegar stórt er spurt getur orðið fátt um svör en takk fyrir þessi skrif og vonandi lesa sem flestir þetta hjá þér vegna þess að þess er þörf.

Hvað veldur þessu máttleysi hjá Þjóðinni hef ég mikið spurt mig að og ekki fengið annað svar en að Þjóðin sé hugsanlega ennþá í sjokki eftir þessa atburði alla saman sem hafa átt sér stað.

Fyrst varð hrun og við ræn líka öllu okkar fé sem til var og í kjölfarið reis þessi vinstri stjórn fram hrópandi og galandi upp um öll torg að það sé sko ekki Þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir eins og Icesave... Lofaði þessi vinstri stjórn að hún myndi gera allt sem í hennar valdi væri til að Icesave yrði ekki okkar Þjóðarinnar að borga og í dag þá veit Þjóðin að þessi vinstri stjórn var að ganga frá samningum um allt annað við Breta og Hollendinga á sama tíma og þar var lofað öllu sem menn vildu...

Á sama tíma var Íslendingum lofað annað ef þeir bara kjósa rétt....

Sama er hægt að segja um þessa blessuðu skjaldborg sem þessi vinstri stjórn lofaði bara ef hún yrði kosin, kosin og þá yrði allt svo gott eins og var líka talað um að yrði um leið og þessi blessaða ESB umsókn var lögð fram og þar fór nú enn ein lygin fram bara til að ná sínu fram...

Það er búið að ljúga svo íllilega að Þjóðinni af núverandi Ríkisstjórn að Þjóðin er hugsanlega lömuð yfir því öllu saman, en það kemur alltaf að því að það bráir af fólki og þá er ekki von á góðu fyrir þessa blessuðu vinstri stjórn sem loksins komst til valda og fór svona með vald það...

Það má ekki heldur gleyma því að helmingurinn af þessari Ríkisstjórn var fyrir við völd þegar hrunið átti sér stað og ekki er laust við að það hafi hvarflað að mér í dag að það sé verið að klára verkið, það er að ræna Þjóðina öllu sínu...

Þessi vinstri Ríkisstjórn á heima fyrir Landsdómi vegna gjörða sinna og ekkert annað og er það mjög mikilvægt að svo verði vegna þess að svona Ríkisstjórnin viljum við ekki hafa aftur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.4.2012 kl. 16:48

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

leiðrétting smá...

Þessi Ríkisstjórn á heima fyrir Landsdómi vegna gjörða sinna og ekkert annað og er það mjög mikilvægt að svo verði vegna þess að svona Ríkisstjórnir viljum við ekki hafa aftur... Kv.góð'

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.4.2012 kl. 16:53

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ég, undirritaður, geri hér með þá kröfu að Össur Skarphéðinsson verði rekinn úr embætti utanríkisráðherra...

Fyrir að láta utanríkismálanefnd Alþingis og forsetisráðherra ekki sérstaklega vita af stefnubreytingu ESB í deilumálum Íslendinga við ESB...

Tel ég hann einnig ábyrgan fyrir vinnu síns starfsfólks í utanríkisráðuneytinu og er það lítilmannlegt að reyna að kenna starfsmönnum ráðuneytisins um lélegt upplýsingaflæði úr hans eigin ráðuneyti...

Hann ber ábyrgð hvort sem hún er pólitísk eða ekki... Hann ber ráðherraábyrgð...!

Kv. Sævar Óli Helgason

-

Láttu ganga... Gerðu þetta að þínu... Össur skal og á að sæta ábyrgð... Ráðherraábyrgð...!

Sævar Óli Helgason, 13.4.2012 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband