16.2.2012 | 13:57
Málfrelsi, tjáningafrelsi og trúfrelsi
Þetta er skondin umræða. Mikið er talað um að þetta sé eldfimt dæmi, pólitíkusar vilja illa taka afstöðu, og þeir sem gera slíkt eru oftar en ekki bombardaðir á spjallforritum og miðlum þjóðarinnar.
Tökum þetta í aðeins annað form. Sama umræða, en nálgunin gerð frá öðru málefni. Fólk af lituðu hörundi. Svertingjar.
"Það að vera svertingi er dauðasynd og þeir eru allir bankaræningjar" Hefði þetta verið skoðun hans væri þessi umræða ekki til staðar, fólk hefði orðið brjálað yfir því hvurslags dónaskapur væri í manninum og svona fordómar væru ekki liðnir innan skólans eða utan.
En hann vitnaði í biblíuna. Þar er allt sem er skrifað heilagur sannleikur, og þar af leiðandi getur hann ekki verið að segja eitthvað rangt.
Ég held að fólk ætti að átta sig á því að fordómar hjá fólki í ábyrgðarstöðu innan samfélagsins, þá sérstaklega í kringum unga meðlimi samfélagsins, endar ekki þegar vinnutími þeirra endar. Ég vinn sem þjálfari, ég verð að passa mig á því hvað fer inná vegginn á fésbókinni, þar sem nemendur geta séð það. Ég þarf að passa mig á því að það sem ég geri utan veggja salarins (þar sem þjálfunin fer fram) geti ekki verið miðlað til nemenda. Ég hef fullt af skoðunum um mörg málefni, en mörg þeirra eiga ekki heima þar sem allir geta séð. Snorri virðist hafa þau mörk nokkuð óskýr.
Ég ræði persónulegar skoðanir mínar um viðkvæm málefni (til dæmis samkynhneigð) við vini og vandamenn, en það er gert þar sem það er ekki hent upp fyrir allra manna augum.
Mig langar að minna að tilveru réttur samkynhneigðra einstaklinga er tryggður í stjórnarskrá okkar, líkt og kristintrú. Það að ýta undir að annað þeirra sé dauðasynd er svæsin árás á friðhelgi þeirra.
Snorri á samt rétt á þessum skoðunum, því neita ég ekki. En á hann rétt á að hrópa þeim út svona? Þetta er líkt og hugtakið sannleikur. Þú labbar upp á manneskju sem þjáist af rosalegri yfirvigt. Þín fyrstu orð við þessa manneskju eru "veistu það þú ert svo ógeðslega feit að mér býður við þér. Afhverju hoppar þú ekki fram af björg, ógeðið þitt?" Og svo þegar manneskjan bregst hin versta við, þá kemur upp þessi setning "Hvað er að ykkur? Ég á rétt á að segja sannleikann"
Þetta er ekki sannleikur, þetta er óþarfa skítkast þótt það sé skoðun einstaklingsins.
Virðum hvort annað, höldum meinyrða staðhæfingum fyrir okkur sjálfum, það skilar sér í betra samfélagi.
Ef ég lendi í helvíti rotna ég þar glaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið svakalega kemurðu þessu rétt frá þér að mínu mati, held að enginn sé að segja að maðurinn megi ekki hafa þessa skoðun en að flagga henni svona sem kennari hefur hann að mínu mati engann rétt á.
Samkynhneigðir eiga nákvæmlega sama rétt og allir aðrir í samfélaginu og eiga aldrei að lenda í áras að þessu tagi frekar en nokkur annar.
Hjörleifur (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 14:28
Hverskonar rugl er þetta eiginlega ? Eiga samkynhneigðir eða öðruvísikynhneigðir einhvern meiri rétt á að tala um hvað sé rétt eða rangt ? Þessi umræða er svo spegluð af skoðunum þeirra sem ekki eiga normalt samband útfrá náttúrusjónarmiði ''reproduction'' Hef aldrei skilið þetta bull ! Snorri hefur að sjálfsögðu sama rétt til þess að hafa skoðun á þessu útfrá sinni trú og biblíunni. Þeir hinir sömu og játa sig trúnni, játa þar af leiðandi að útbreiða orð bibliunnar. Þar með er Ríkið sjálft sem rekur Kirkjuna að boða það sama og Snorri, ríkisstyrkt. Það kallast hræsni að vera skírður í Guðs trú og vera þá Kristinn, en fara ekki eftir þeim trúarboðskap sem viðkomandi hefur játast. Þetta eitt og sér ætti að vera nóg til að aðskilja ríki og kirkju. Ansi hræddu r um að Snorri geti snúið þessu sér í vil, ef hann bendir á að Ríkið sjálft er stærsti talsmaður þessa bulls ! Og aðeins til að orða það, ég myndi ekki vilja eiga tvær mömmur eða tvo pabba. Finnst ágætt að eiga foreldri af sitthvoru kyninu. Það er mín einlæga skoðun. Er þó ekki haldinn neinum fordómum.
OAS (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 15:20
OAS ég er ekki alveg að skilja þetta hjá þér.
Þetta snýst ekki um hvort einhverjir eiga meiri rétt en aðrir, þetta snýst um það að fordómar gagnvart einhverjum hóp eða einstaklingum á ekki að líða.
Ég er ekki kristinn, en hef mína trú og stend á bak við hana af heilindum, en þú munt aldrei sjá í skriftum mínum hver hún er. Einnig þá nefni ég hvergi hvar mín kynhneigð er, þannig að ég á mjög erfitt með að skilja þennan póst hjá þér.
Sindri Viborg, 16.2.2012 kl. 16:01
OAS: Jesús átti tvo pabba. Ekki kvartaði hann yfir því...
Guðjón Torfi Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 17:24
"Er þó ekki haldinn neinum fordómum." Haha. Classic.
Jón Flón (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 18:31
fatta nú ekki alveg umræðuna, hef ekki ennþá séð hommahatara sem var ekki feluhommi..
og að pikka hommafordóma úr bíblíunni er eins og leita að rusli í ruslinu.
þarf ekki að fara að setja eitthvað program í gang sem hjálpar þessum ræflum að hommast?
þetta er nú orðið leiðinlegt fyrir alla, minnir á greyi hitler sem var kvartjúði og verstur sínum bræðrum.
bíblian deyr út fyrr eða síðar af hreinni heimsku, gamalt járnaldarskran sem hefur 2 góðar setningar.
"vertu góður við aðra" og "þú þarft ást"
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 19:53
Mér finnst homma og lesbíu kjaftæðið komið út í öfgar. Þetta kemur ekkert trúmálum við. Þetta er bara fólk sem hefur öðruvísi heilastarfsemi en "við hin". Það er þessi sýnisþörf. "Ég er komin út úr skápnum", bla- bla. Ekki fer ég út á torg og segi: "Ég hef verið gift í 40 ár og mér líður svo veeel".
Verið þið í ykkar homma- og lessuleik, okkur hinum kemur það bara ekkert við, hvort þið eruð inni í skáp eða ekki.
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.2.2012 kl. 21:57
Mér finnst kvennréttinda kjaftæðið komið út í öfgar. Þetta kemur ekkert trúmálum við. Þetta er bara fólk sem hefur öðruvísi heilastarfsemi en "við hin". Það er þessi sýnisþörf. "Ég er komin með kosningarrétt", bla- bla. Ekki fer ég út á torg og segi: "Ég hef verið kona í 40 ár og mér líður svo veeel".
Verið þið í ykkar saumaklúbbum, okkur hinum kemur það bara ekkert við, hvort þið eruð inni í eldhúsi eða ekki.
Jóhann (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 10:12
Stórgóð grein og hittir naglann á höfuðið.
Eins og þú segir þá yrði allt bilað ef Snorri hefði verið að tala um svertingja en ekki samkynhneigða.
Í báðum tilfellum erum við að tala um meðfædda eignilega sem enginn fær neinu um ráðið.
Það einkennilega er að hér sameinast trúaðir og trúlausir í að verja Snorra.
Vörn þeirra byggir á sama grundvelli, að hann hafi "bara" verið að vitna í biblíuna.
Ástæðurnar fyrir vörninni eru hinsvegar ekki þær sömu. Ástæða trúaðra helgast á því að þeir telja sig getað tjáð sig um hvað sem er opinberlega í skjóli trúar sinnar.
Ástæður trúlausra felast í því að þeir vilja að trúaðir opni augun fyrir því hvað biblían getur verið vond og forneskjuleg.
Ég vil taka það fram að ég er "atheist" og myndi gjarna vilja sjá fólk opna augun fyrir því sem biblían segir í raun en ég held að þetta sé ekki rétti vettvangurinn.
Hérna fyndist mér að trúleysingjarnir (og trúaðir) ættu að einbeita sér að því að þagga niður í svona mönnum því Snorri er ekki fórnarlambið hér heldur eru það samkynhneigðir og nemendur í Brekkuskóla.
Arnþór (IP-tala skráð) 17.2.2012 kl. 11:20
Og svo má ekki gleyma að samkvæmt biblíunni á maður að DREPA konuna sína ef hún heldur framhjá.
Anepo, 17.2.2012 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.