15.12.2011 | 10:27
Ávana og fíkniefni og verðtryggingin.
Ég finn mig knúinn til að skrifa smá um þetta mál.
Bandormurinn eins og ég skil hann er í raun ekkert annað en myndlíking á keðjuverkuninni sem myndast þegar hækkanir eiga sér stað innan liða sem eru í verðtryggingar kerfinu sem við höfum hérna á klakanum.
Upphaflega var þetta ætlað að stýra því að launavísitalan og íbúðarlán héldust í hendur (sem var fínasta hugmynd) Seinna var svo ákveðið að setja allt annað inní þessa vísitölu og kalla þetta verðtryggingu.
Sem gerir það að verkum að ef að það er skortur á hveiti, og verð á normal brauði hækkar í bakaríinu, þá hækkar lánið þitt, þótt þú sért með hveiti ofnæmi og kemur ekki nálægt bakaríum. Ákveði eitthvert land að ráðast inní land sem framleiðir olíu og verð á bensíni hækkar, þá hækkar lánið þitt, þótt þú eigir ekki bíl, heldur gengur/hjólar allt innanbæjar. Ef ríkið hækkar skatt á nauðsynjavörum (bleyjur, tannkrem og svo framvegis) þá hækkar lánið þitt, þótt þú eigir ekki börn og sért tannlaus.
Það sorglegasta við þetta allt saman er að þar sem það er ásetningur ríkisins að hækka álögur á tóbaki og áfengi, til að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir í samfélaginu (sem er einnig alveg ofsalega góð hugmynd, þar sem ég er allur fyrir það að aðgengi einstaklinga undir aldri að þessu sé eins óaðgengilegt og hægt er.) þá hækkar lánið þitt. Vísvitandi er ríkið að hækka verð á hlutum (nær árlega ef ekki oftar) sem fer út í hækkun á lánið þitt.
Það má kannski að mörgu leiti samþykka það að almennar nauðsynjavörur fái að vera í þessari meingölluðu verðtryggingu (fyrst við tókum þessa skelfilegu ákvörðun að taka þessa verðtryggingu upp, til að byrja með). En að setja í hana fíkni og ávanabindandi efni sem ríkið er með einokun á og er með yfirlýsta stefnu að hækka álögur á, er eitthvað sem ég hreint og beint get ekki skilið eða gúdderað. Þetta er eitthvað sem þarf að laga og breyta.
Strax. Takk!
Íbúðalán hækka um 3-4 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir vel skrifaða og flotta grein Sindri. Þetta er skemmtileg og svo virkilega rétt og sönn nálgun á þessa hluti. Fyrirkomulag verðtryggingarinnar er gjörsamlega út í hött og stýrist af svo mörgum þáttum sem ættu alls ekki að hafa áhrif.
Verðtryggingin eins og hún er notuð í dag er ekkert annað en vítahringur.
0,2% hækkun vísitölunnar kemur á sama tíma og kaupmátturinn lækkar, og sökum þess að vísitalan hækkar þá hækka skuldbindingar sem aftur hækkar verð vöru og þjónustu sem aftur lækkar enn frekar kaupmáttinn og svona heldur þetta áfram að rúlla eins og snjóbolti.
Jón Óskarsson, 15.12.2011 kl. 12:39
Þessi verðtrygging fasteignalána á auðvitað bara að miðast við vísitölu fasteignaverðs og ekkert annað, þá myndi hún virka.
Doddi (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.