Loksins maður með viti!

Það var mikið að einhver tók af skarið og lét verða af því að koma upp eðlilegum launahækkunum. Enda eðlilegt í svona mikilvægu starfi.

Átta milljónir eru ekki nema upp í nös á ketti þannig lagað, um tæplega tvöföld árslaun almenns launþega. Bara dropi í hafið við hliðina á því sem bankamenn voru með.

 Núna er að bíða eftir því að við jöfnum öll hin launin í samfélaginu um slíkt hið sama. Flest verkalýðsfélögin sammþykktu höfðinglega hækkun upp á 5-6% á þriggja ára grundvelli. það þýðir að það vantar ekki nema um 72% uppá að við séum komin á sama stað.

Það hjálpar að það sé komin löggjöf um þetta, þannig að þetta hlýtur að vera fordæmisgefandi. Þar sem allt annað virðist vera fordæmisgefandi hingað til. Tel ég að þetta muni hjálpa heimilunum alveg stórlega að fá þetta aukna fjármagn sem svona myndarleg hækkun hefur í för með sér.


mbl.is Hækkaði stjórnarlaun um 77%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er aukavinna hjá þessu fólki, þau eru öll í fullri vinnu annars staðar og á góðum launum.  Þetta er aldeilis flottur aukapeningur að fá að sitjia í svona stjórn og fyrir að sitja fundi.

Margret S (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband