28.10.2011 | 19:58
aðeins 10.7 milljaraða?
10.7 milljarðir hljómar nú ekkert svo mikið. Bara rétt slefar yfir töluna tíu.
Setjum þetta samt í samhengi sem flestir skilja.
Þú kaupir notaðan bíl í fínu standi á rétt rúma milljón. Tala sem allir skilja.
10.7 milljarðir hljómar ekkert mikið. En það eru 10.700 milljónir. Tíu þúsund og sjöhundruð milljónir.
Einhversstaðar var talað um 60 milljarð króna hagnað bankanna á þessu ári. (eða ársfjórðungi, what ever) það eru 60.000 milljónir. Sextíu þúsund milljónir. Það er næstum því full borgaður notaður bíll á hvert heimili á íslandi. Og þetta var hagnaður þeirra. Samt missum við svolítið af þessu þar sem við sjáum bara töluna 60....
Ég skora á MBL.is að hætta að nota tölur sem skiljast illa og nota milljónir frekar.
Afskrifuðu 10,7 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er sáralítið sem afskrifað hefur verið af skuldum gervalls sjávarútvegsins miðað við það, sem afskrifað hefur verið fyrir útrásarvíkinga sem fá þó að halda tugmilljarða eignum, t.d. Ólafur Ólafsson og nú síðast Gunnar og Gylfi, þrátt fyrir að þessir þrír (o.fl.) einstaklingar fái margfalt meira afskrifað en allur sjávarútvegurinn samanlagður! Á meðan fær ALLUR ALMENNINGUR samanlagt einungis rúma 20 milljarða afskrifaða – en sukkfyrirtækin í fjármálalífinu hundruð milljarða!
Þetta er hið nýja Jóhönnu- og Steingrímsréttlæti, sem Samfylkingarmaður í Hveragerði kvartaði hástöfum yfir í grein í ESB-fréttablaðinu í gær: Til þingmanna Samfylkingar.
Jón Valur Jensson, 28.10.2011 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.