Staðreyndin sem gleymist

Margt af því sem sagt er í þessari grein á við rök að styðjast. En sá hlutur sem oftast gleymist og er í raun aðal vandinn varðandi húsnæðismálin er hlutur sem ekki er nefndur.

Uppboð lóða til íðbúðakaupa. Með tilkomu uppboðanna fengu sveitafélögin hellings pening til sín.. þessi framkvæmd var æðisleg, rétti helling við og svo framvegis. Þetta einnig fór úr því að einbýlishúsalóð fór úr rúmum fimm milljónum að staðaldri og upp í rúmar tuttugu milljónir. Þessi aukning skilaði sér í stökki á fasteignamarkaði sem er svo hár að við höfum aldrei séð annað eins. Loksins þá kemur höggið frá verðtryggingunni. Enda verðið á fasteignum búið að nær tvöfaldast, og þar af leiðandi verðtryggingin tvöfalt verri en hún hefði orðið sökum þessa.

Núna erum við föst í ákveðnum vítahring. hvað skal gera til að laga þetta? Við annarsvegar stöndum frammi fyrir mörg þúsund íbúðir og lóðir sem bankarnir eru búnir að taka til sín og sitja á til að tryggja að fasteignaverð haldi sér eins og það er. Er það gert til að tryggja að efnahagurinn okkar hrynji ekki endanlega. En þetta er í raun nákvæmlega sama og var með verð bankanna, þetta er innantóm froða. Þetta er rangt verð. Ef bankarnir myndu setja tómu íbúðirnar á sölu, sem og lóðir þá myndi markaðurinn okkar hrynja með öllu.
Þetta segir okkur það einfaldlega að við erum að borga rangt verð fyrir þær íbúðir sem við höfum.
Þetta einnig hefur áhrif á leiguverð, þar sem fólk getur illa safnað fyrir innborgunum á lánum sem maður getur illa vitað hvert er að fara.

Hinsvegar stöndum við frammi fyrir fólki sem vísvitandi er ekki að fara skynsömustu leiðina til lagfæringar þar sem það sér annan gjaldeyri sem betri kost. Auðveldasta leiðin til þess að það náist, er að sýna fram á þá "staðreynd" að krónan er rusl.

Það reyndar er satt, að hún er rusl, hún er það þar sem við leyfðum henni að fara þangað. Við leyfðum þessum uppboðum að fara í gang, þar sem smurt var fimm til tíu milljónir á hverja íbúð og í sumum tilvika mun meira. Við leyfðum bönkum að fara upp í ellefufalda landsframleiðslu í fjárhagsskuldbindingar. Við leyfðum mönnum að fara með kvótann og vinnsluna úr landi, við leyfðum alveg helling með bros á vör.
Núna er samt komið að því að við þurfum að manna okkur upp. Við sem þjóð erum búin að drulla lengst upp á bak og það eina sem getur komið okkur á fæturna aftur erum við sjálf. Það að hlaupa í einhverja aðra mynt eða samband er sama skynsemin og kom okkur í þetta vesen upphaflega.

Högum okkur eins og fólk, hysjum upp um okkur, tökum högginu og lögum þetta af skynsemi. Þetta er okkar land, okkar ábyrgð.

Áfram Ísland og allt það!

Kveðja.


mbl.is Höfum ekki lengur efni á meðalíbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Mikið er ég sammála og tala nú ekki um síðustu setningarnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 17.10.2012 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband