27.6.2012 | 18:22
Gengisvísitalan.
Ég hef svolítið gaman af þessari umræðu og aðstöðu sem við höfum hér á landi.
Þessi blessaða gengisvísitala.
Hvenær mun ríkisstjórnin taka aftur upp launavísitölu, svo að almenningur fái nú húsnæðislánin sín á eðlilegum grundvelli?
Hverjum fannst það sniðugt að setja fíkni og vímuefni inní gengisvísitöluna, þá sérstaklega þegar það er á stefnuskrá stjórnvalda að hækka álögur og tolla á þessum efnum og þar af leiðandi hækka þessa gengisvísitölu.
Hverjum finnst þetta eiginlega eðlilegt, að vera með kerfi sem vinnur einvörðungu að því að éta upp millistéttina svo eftir sitja þeir ríku og þeir fátæku.
Ég er þeirrar skoðunar að þessi gengisvísitala sé vopn gegn almenningi, þetta er til þess fallandi að búa til nýja tegund af konungsveldi, þar sem þeir sem eiga mikið, munu eignast meira, og restin muni þurfa að búa undir þeirra stjórn.
Það þarf að fara að laga þetta, þar sem þetta skilar sér í meiri og meiri eymd meðal almennings.
Gylfi telur tilefni til lækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll.
Það er svolítið merkilegt að ræða við Gylfa um nokkurn skapaðan hlut. Samningar hans í fyrra bjuggu til bæði verðbólgu og atvinnuleysi þó hann vilji ekki kannast við það. Margir bentu á það áður en þeir voru samþykktir. Fyrirtæki draga það án efa í lengstu lög að velta hækkunum út í verðlag vegna þess að það þýðir minni sölu hjá þeim.
Mér skilst að Gylfi sé hagfræðingur en það er engan veginn hægt að geta sér til um það með því að hlusta á manninn ræða efnahagsmál :-(
Helgi (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.