18.1.2012 | 19:17
Æðislegur árangur, á versta stað.
Mikilvægasti þáttur í samfélagi er nýliðun inní samfélagið. Gæði nýju einstaklinganna er jafnframt viðmiðið sem sú kynslóð gefur samfélaginu og skilur eftir sig fyrir komandi kynslóð.
Ef það er eitthvað sem skiptir máli hjá okkur sem fullorðin erum, þá er það, það að við sjáum okkar börn og barnabörn (og lengra) dafna og fá að gera og upplifa meira og betra en við gerðum. Fáir njóta eldanna er fyrstir tendra þá, stendur einhversstaðar skrifað.
Skóli og ungliðastarf er mjög mikilvægt almennt, nauðsynlegt á tímum fjárþurrðar og/eða kreppu. Að skera niður um 800 starfsmenn í leikskólum og rúmlega 260 manns í grunnskólum getur ekki annað gert en að koma niður á kennslu og/eða menntun þeirra sem eru í því stigi samfélagsins.
Næsta spurning er, sú hvort þetta sé raunverulegur sparnaður.
Hversu margir af þessum þúsund einstaklingum (ef ég man töluna rétt) fóru á atvinnuleysisbætur, og þar af leiðandi skiluðu ekki vinnu á móti þeim tekjum sem ríkissjóður þarf að punga út. Er þetta kostnaður sem var þess virði, að borga 2.5 milljarða á ári meira í menntakerfið í formi launakosnaðar, eða borga álíka tölu (að öllum líkindum lægri en 2.5 en samt) í launakosnað með engri vinnu á móti gjaldinu. Plús það að þessir einstaklingar eru þar af leiðandi að eyða minna og veltan á gjaldeyrinum er hægari en ella.
Ekki ætla ég að dæma um það hvort þetta sé gott/slæmt, rétt/rangt. Ég er ekki með menntunina í það. En þetta vekur samt upp nokkrar spurningar.
Kveðja,
Sindri.
Lækkuðu kostnað við skólana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
menntun getur stundum verið ofmetin og skynsemi vanmetin ...
kannski við ættum að fækka menntuðum í stjórnar batteríinu og reyna að fá frekar skynsama inn.. í það minnsta eitthvað annað en hálfvita.
ég hef lengi unnið í tölvu bransanum og ég veit vel að 80%þeirra sem hafa pappíra(menntunn) hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera ..þeir eru bara pappírs hugmynda smiðir sem hafa ómenntaða snillinga til að vinna fyrir sig ..
Hjörleifur Harðarson, 18.1.2012 kl. 19:43
Svona niðurskurður er aldrei sparnaður, í sjálfu sér. Heldur bara flutningur á kostnaði.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 18.1.2012 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.