Æðisleg þversögn.

Núna þegar þetta er skrifað er á sama tíma verið að draga úr fjármagni til íþróttamála í nær (ef ekki öllum) öllum sveitafélögum sem ég veit um.

Biðlistar í fimleikasali landsins skipta hundruðum barna í hverjum sal fyrir sig.

Þetta eru staðreyndir.

Á sama tíma og þessar staðreyndir eru á borðinu, eru ráðamenn að tala um að koma upp nefndum til að ráðast á að finna lausnir á þessum málum. Þar sem allir vita að of mikil þyngd er þungur baggi á velferðarkerfið okkar.

Staðreyndin er sú að það er alltaf að fækka möguleikum einstaklinga til íþróttaiðkunar á íslandi. Á svona tímum (þeim harðindum sem er í gangi núna) á að ögra fólki að stunda íþróttir, og auka þær.

Smíða sali fyrir nemendur á biðlistum, opna fyrir niðurgreidd námskeið, ýta fólki í að prufa nýtt athæfi.

Önnur staðreynd í þessu er það að hreyfing ögrar manni í meiri hreyfingu. Á sama hátt er ofát vísir í meira ofát.

Lausnin á þessum vanda er að rífa upp íþróttastarfið. Þetta kemur allt til baka, með iðngjöldum, og verslun tengt þeim varningi sem þarf til iðkunnar á íþróttinni. (skór, föt og svo framvegis).

Salirnir standa undir sig. Nemendurnir eru til staðar. Atvinnulausir iðnaðarmenn eru til staðar til að reisa salina.

Samt er núna næsta skref, að setja á laggirnar nefnd til að líta á þetta mál....

...áfram ísland!


mbl.is Allt að 180 kíló að þyngd á fæðingardeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adeline

Já þetta er nú ekki bara engu íþróttastarfi að kenna... ég er ekki viss um að það sé eina lausnin.

fólk léttist fyrst þegar það hættir að skófla í sig of miklu af mat... svo það má alltaf byrja á því...

svo er annað, það sem er hér á landi og mjög áberandi finnst mér, er meðvirkni við þá sem eru offeitir. og of-viðkvæmni ...

það má ekki lengur segja staðreyndina "þú ert feit/feitur" því það er særandi... sem það að sjálfsögðu er, en stundum hjálpar það til að vita staðreyndirnar um sjálfan sig... þó það sé særandi.

Adeline, 24.10.2011 kl. 10:11

2 identicon

Sammála Adeline. Særandi, smærandi. Það er talað um að offita sé sjúkdómur, rétt eins og t.d. alkóhólismi. Hver er þá munurinn að segja við offitusjúkling að hann eigi við vandamál stríða eins og gert er við akólólista?

Ef þú ert of feitur þá þarftu að gera eitthvað í því. Punktur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 13:54

3 Smámynd: Sólbjörg

Aðal sport meirihluta þjóðarinnar er að borða. Það orðið að tómstundaáhugamáli hjá einstaklingum og fjölskyldum að raða í sig mat og sætindum.Þetta eru kölluð kósý kvöld, allir eru með kósíkvöld heima hjá sér. Þá eru keypt sætindi og pizzur og horft á sjónvarp. Þetta byrjaði þegar pizzu og kjúklingamenningin hófst á Íslandi. Fyrst bara á föstudagskvöldum, þróunin varð sú að kósýkvöldin orðin alltof mörg og samfelld og Íslendingar að springa úr fitu.

Allt er látið eftir sér, nema það að hafa það raunverulega gott - ætla samt ekkert að ræða það neitt nánar í þessari athugasemd.

Sólbjörg, 24.10.2011 kl. 15:23

4 identicon

Ef ég, öryrkinn, þyrfti að velja á milli þess að borða hollt fæði (sem margt hvert er ansi dýrt, sem er staðreynd sem ég þekki af reynslunni af því að kaupa fyrir konu mína) annars vegar og það sem hentar mér hverju sinni hins vegar þá er valið augljóst. Launin mín bjóða ekki upp á það að kaupa MARGT AF ÞVÍ sem á að vera megrandi.

Hlunkur Bumbuson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 16:57

5 identicon

"Hlunkur Bumbuson", bjóða launin þín upp á það að borga fyrir lyf og læknismeðferð sem þú þarft af völdum slæma matarræðisins ?

Hollur matur eins og brún hrísgrjón, baunir og frosið grænmeti getur varla verið dýrara en feitt kjöt og rjómasósa. Ég leyfi mér að efast um að Íslendingar séu að fitna af hversdagslegum mat. Þetta er sælgæti, djúpsteiktur matur, rjómi, kökur og snakk... fyrir utan hreyfingarleysið.

Katrín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 18:06

6 Smámynd: Adeline

Maginn í okkur stækkar þegar við borðum OF MIKIÐ af einhverju, sama hvort það sé próteindrykkur frá einhverjum nöglum eða júrósjopper pasta. Punktur. 

Það þarf ekki sérstakt Sollu Eiríks fæði eða annað, til að grennast eða halda sér í kjörþyngd. 

Adeline, 24.10.2011 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband