Börn, parkour og klifur

Til að byrja með langar mig að nefna það að ég vona svo innilega að drengurinn gangi heill úr þessari raun sinni. Fallskaði er hryllingur, það þekki ég af eigin raun.

Mig langar samt að koma inná þessa umræðu varðandi parkour.

Nú þekki ég mig til ágætlega innan þeirrar íþróttar og ólíkt háttvirtum skólastjóra, finn ég mig knúinn til að koma með raunhæfar staðhæfingar þess tengt.

 Parkour er ný íþrótt hérlendis, að parti til. Hún snýst um hreyfingu og flæði og að komast frá punkt a til b á eins skilvirkan og öruggan máta. Íþróttin samanstendur af klifri, stökki, hlaupi, fimleikum og öllu öðrum sem telst hreyfing.

Hlaup hafa verið til frá upphafi mannkyns, klifur einnig, stökk hugsanlega líka. Fimleikar er þróuð hreyfing sem samt er það gömul að forn Grikkir stunduðu það. Tel ég því nokkuð víst að allt ofangreint sé rótgróin hreyfing meðal manna. Eini munurinn á þessu ofantöldu og svo parkour hinsvegar er það að í Parkour er búið að setja hugmyndafræði ramma utan um all þetta, og svo miðla því í kennsluform.

 Á mínum grunnskólaárum var það hróður árganganna að komast upp á þak skólans á sem skemmstum tíma og á sem flestum stöðum. Ég man það að ég komst upp á skólann á sjö mismunandi stöðum. Þetta er um einum og hálfum áratug áður en hugmynda fræði Parkours barst okkur íslendingum til eyrna. Þá var talað um að börn klifri og asnist á staði sem þeim er ekki ætlað að vera á. Með öðrum orðum, ábyrgðin fyrir framkvæmdinni var á herðum okkar (það er barnanna)

Okkar háttvirti skólastjóri, Sigurður Björgvinsson virðist ná að klína þessu mörg þúsund ára hegðunar atferli barna á íþrótt sem hann virðist ekki einu sinni skilja almennilega.

Þetta þykir mér ofsalega miður. Að vita til þess að á herrans ári 2013 er enn verið í þekkingarleysi að kasta ábyrgð á hugtök og nöfn sem menn ekki skilja að fullu.

Stóri vandinn sem fylgir þessu er að þeir sem lesa þessa grein, munu núna hafa neikvæða sýn á íþrótt sem þeir þekkja ekki, draga sínar ályktanir út frá því og dæma án þess að vita. Góðir hlutir hafa verið drepnir með þessu viðmóti áður. Ég hef ekki áhuga á að sjá það gerast með þessa íþrótt.

Ég ögra háttvirtum Sigurði Björgvinssyni skólastjóra, að draga þessi kæruleysislegu orð til baka, og það helst opinberlega.

Virðingarfyllst,

Sindri Viborg. 


mbl.is Stjórnendur Víðistaðaskóla slegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Nú hef ég æft íþróttina um tveggja ára skeið, og hef ekki klifrað þau mörg húsþökin síðan ég byrjaði að æfa, en sem krakki þótti það frekar flott þegar ég klifraði upp vinnupalla utan á blokk sem var hæsta bygginig í mínum heimabæ. Sem krakki prílaði ég endalaust, gerði nágranna mína vitlausa á því að vera í görðum og uppi á þökum hjá þeim. Nú sýnist mér skólastjóri reyna að grípa til íþróttarinnar sem blórabögguls, einfaldlega af því að parkour er(samkvæmt almennum misskilningi) "íþróttin þar sem að maður hleypur upp veggi og hoppar á milli húsþaka og svoleiðis" þessi staðreynd er einfaldlega röng. Foreldrar eiga ekki sök, íþróttin á enga sök, verktakarnir eiga enga sök, enda er það ómögulegt fyrir þá að sinna sínu starfi án vinnupallanna sem gera þeim kleift að komast upp á- og að byggingunni á sem öruggastan hátt. Börnin sjálf eru að prakkarast og því miður gerast slysin. Ens og höfundur óska ég grey drengnum fulls bata. Ég skora einnig á skólastjóra til þess að lesa sér betur til um hlutina áður en hann fer að skella sökinni á þá, lesa sér til um efnið áður en hann dæmir það neikvætt. Endilega lestu þér til um efnið og dragðu þessi ummæli þín til baka, íþróttarinnar og þeirra fjölda barna sem stundar hana sakleysislega vegna.

-Daníel Freyr 

Daniel Freyr (IP-tala skráð) 4.7.2013 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband