Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hin fagra staða okkar pólitísku borgar.

Ja hérna hér. Mitt fyrsta blogg.

 

Ekki get ég sagt að ég myndi nokkurntímann byrja á minni eigin blogg síðu, en hér er ég, í öllu mínu veldi.

 

 Ég á bindi og skyrtu. Ég á jakkaföt sem passa saman við þessa skyrtu og bindi. Ég get einnig sett upp virkilega smeðjulega fallegt bros. Ég get blaðrað um allt og ekkert. Ég get valið og hafnað því sem ég segi dags daglega. Ef mig langar, get ég verið alveg afskaplega fær í að gera ekki neitt, ég meira að segja hef æft það á tímabili. Það að geta eytt tímanum þínum í hágæða eðal tímavitleysu er listgrein sem ekki margir eru færir um að framkvæma. Ég er samt einn af þeim (tel ég, og er ég nú að beyta minni margrómuðu hógværð til að komast að þessari sönnu staðreynd.) og með allt þetta saman talið væri minn vænsti kostur að hella mér í pólitíkina. Ég væri frábær pólitíkus. Hreint og beint æðislegur, og hógvær. Ástæðan fyrir þessu öllu er sú að í ljósi nýlegra atburða þarf maður hvorki vini, meirihluta né atkvæði til að verða stór í þessu öllu saman. Það eina sem ég þarf er rétt rúmlega 6500 atkvæði, eins árs veikindi (en muna að koma með vottorð) og síðast en ekki síst tvö A4 blöð með loforðum. Helsti hjallinn sem ég þarf að yfirstíga eru þessi 6500 atkvæði, en ég tel það samt mjög vel geranlegt ef að ég spila spilunum rétt út. Með öðrum orðum, "Kostningarloforð" , sem jafnframt er þriðji hluturinn í þessari formúlu minni að hinu fullkomna pólitíska lífi.

Þar sem ég tel mig fullfærann til að bulla út einhverju sem hljómar vel, og þar með redda þessum atkvæðum sem til þarf, hef ég fundið upp á nýrri aðferð til að stunda lýðræði. Leið sem ég tel fullkomin í ljósi þeirra atburða sem nú eiga sér stað. Og þetta, kæru lesendur, mun koma mér í borgarstjórastól, á þing, þarnæst forseta og svo á endanum seðlabankastjóra. (Sem virðist vera æðsta staðan á íslandi).

Ég tel mig hafa fundið upp á næsta skrefi lýðræðis. Á ensku er þetta kallað "diceocracy". Á Íslensku væri þetta kallað Teningaræði, eða Kastræði. Ég á bara eftir að kasta upp á því, hvort sé betra.

Ég mun beyta hagsýni og skynsemi og kalla þetta Kastræði í þessu bloggi mínu, þar sem það tekur styttri tíma að skrifa og sparar þar með pláss og tíma lesanda.

 Grunnurinn á Kastræði er hundrað hliða teningur. Kosturinn við þetta allt saman er það að allt sem ég geri er gert í samræmi við teninginn. Komi 1-50 er svarið nei. 51-100 er já.  Út frá þessu eru svo plúsar eða mínusar eftir skoðun minni á hlutnum, ytri skoðunum og svo að sjálfögðu "gjöfum" frá hinum og þessum fyrirtækjum sem hafa hagsmuni að gæta. Svikin kostningaloforð heyra sögunni til þar sem ég get ekki svikið nein loforð, þar sem ég kom ekki með nein loforð. Þetta er nokkurn veginn það sama og fráfarandi meirihluti hefur gert síðastliðna 103 daga, það er að segja, ekki svíkja loforð, þar sem engin loforð voru gefin upp. Sé ég persónulega mikið meðfylgjandi Menntamálum get ég gefið mér, til dæmis plús 18. Svo kasta ég teningnum og viti menn ég fæ 36. Undir eðlilegum kringumstæðum væri þetta "Nei" svar, þar sem ég væri tilneyddur að framfylgja ekki skoðunum mínum og stefnu varðandi skólamál. Ég hef annað við tímann minn að gera og þar af leiðandi þurfa íslendingar ekki menntun á meðan ég er við stjórn. Hafi einhver eitthvað á móti þessu, getur hann rifist við teninginn.. þetta er ekki mér að kenna. .....En, það er plús 18 á kastið og þar af leiðandi fæ 36+18=54 sem er "Já" svar. Þar af leiðandi munt þú og/eða börn þín fá þá menntun sem þú telur þig þurfa.

 Kostirnir við þetta eru endalausir, en sá kostur sem verðugur er að nefna er að þegar ég býð mig fram til kostninga mun ég koma með plagg, eins og hinir. En munurinn er sá að ég mun hafa stikkorð með tölum fyrir aftan, annað hvort jákvæðar, eða neikvæðar.

 Gott dæmi væri

Heilsugæslumál +15

Flugvöllurinn  -10

 Menntamál  +18

 REI -50

 Þetta er eitthvað sem almenningur getur skilið, það veit mínar áherslu, það veit hvað ég vill. Ef að teningur segir já, mun ég framkvæma það eins og skot. Ef hann segir nei, þá er það bara það, en takið eftir ég svík ekkert.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband